Hafnarstjórn

9. október 2012 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1415

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1209178 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013

      Lögð fram, til fyrri umræðu, rekstraráætlun Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2013 ásamt fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árin 2013 til 2023

      Hafnarstjóri skýrði helstu þætti í áætlunarinnar. Hafnarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu á næsta fundi sínum.

    • 1210116 – Umsókn um stækkun lóðarinnar Fornubúðir 3

      Lögð fram umsókn Haraldar Jónssonar ehf. um stækkun lóðarinnar Fornubúða 3 út að Cuxhavengötu, dagsett 5. október 2012 og undirritað Haraldur Jónsson, framkvæmdastjóri.

      Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu til skipulags- og byggingarráðs til nauðsynlegra deiliskipulagsbreytinga.

    • 1210117 – Aflétting kvaðar um umferð úm lóðirnar Fb 1,3 og 5

      Lögð fram umsókn Fiskvinnslunnar Kambs hf, Haraldar Jónssonar ehf og Fornubúða eignarhaldsfélags um að kvöð um umferð milli húsanna Fornubúða 1 og 3 annarsvegar og Fornubúða 3 og 5 hinsvegar verði aflétt. Umsóknin er dagsett 3. október og undirrituð Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs hf, Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri Haraldar Jónssonar ehf og Jón Rúnar Halldórsson framkvæmdastjóri Fornubúða eignarhaldsfélags.

      Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti en þó með því skilyrði að allir eigendur í viðkomandi húsa hafi óskertan aðgang að húsnæði sínu. $line$Hafnarstjórn vísar málinu til skipulags- og byggingarráðs til nauðsynlegra deiliskipulagsbreytinga.

Ábendingagátt