Hafnarstjórn

8. janúar 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1420

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður

Ritari

 • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
 1. Almenn erindi

  • 1209178 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013

   Hafnarstjóri Már Sveinbjörnsson gerði grein fyrir tillögu um gjaldskráhækkun fyrir árið 2013.

   Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu, sem gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn og tekur hún gildi 8 janúar 2013 og gildir þangað til að annað verður ákveðið.

  • 1210361 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016.

   Tekin fyrir að nýju tillaga, um að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um hugsanlega kosti sameiningar Hafnarfjarðarhafnar og Faxaflóahafna eða að samstarf hafnanna verði aukið til muna, sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa til hafnarstjórnar á fundi sínum 5. desember 2012 til frekari skoðunar.

   Fulltrúar samfylkingar og vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins:$line$$line$$line$Hafnarstjórn er mótfallin því að hefja skoðun á mögulegri sameiningu við Faxaflóahafnir meðal annars með vísan til samkeppnissjónarmiða, mikilvægis þjónustu hafnarinnar fyrir atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að hafnarsvæðin gegna lykilhlutverki í skipulagsmálum bæjarfélagsins. Í ljósi þessa er mikilvægt að bæjarfélagið hafi á eigin forsendum full yfirráð yfir Hafnarfjarðarhöfn. Jafnframt er vísað til þess að að rekstur hafnarinnar gengur vel sem kemur fram í sterku greiðsluflæði og hraðri niðurgreiðslu skulda. Yfirstandandi eru viðræður við Rio Tinto – Alcan um nýjan hafnarsamning sem auka mun tekjur hafnarinnar frá og með næsta ári. $line$$line$Samstarf er við Faxaflóahafnir og aðrar hafnir landsins á vettvangi Hafnasambands Íslands. Jafnframt er samstarf við Faxaflóahafnir meðal annars um mengunarvarnir í höfnum á svæðinu, nýtingu hafnarbáta og á fleiri sviðum. Hafnarfjarðarhöfn tekur af fullum hug þátt í þessu samstarfi og útilokar ekki frekara samstarf um afmörkuð viðfangsefni. $line$$line$ Fulltrúar sjáfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:$line$” Undirritaðir stjórnarmenn í Hafnarstjórn telja rétt að skoðað verði með faglegum hætti kostir og gallar þess að sameinmst Faxaflóahöfnum eða efla samstarf hafnanna. Leggjum við til að bæjarráð skipi starfshóp til þess að undirbúa viðræður við Faxaflóahafnir með því að skilgreina hagsmuni Hafnarfjarðarbæjar og Hafnarfjarðarhafnar, framtíðartækifæri hafnarinnar og þau sjónarmið Hafnarfjarðarbæjar sem hafa þarf í forgrunni í slíkum viðræðum og móta samningsmarkmið fyrir hugsanlegt samingaferli.”$line$$line$$line$Fyrri tillagan var borin upp og greidd um hana atkvæði. Tillagan var samþykkt með 3 greiddum atkvæðum gegn 2.

Ábendingagátt