Hafnarstjórn

1. febrúar 2013 kl. 11:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1422

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1301378 – Óseyrarbraut, deiliskipulag 5.3

      Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags á reit 5.3. hafnarsvæðisins. Breytingin felur í sér stækkun lóðarinnar Óseyrarbrautar 31 um 1.288,0 fermetra og byggingarreit norðaustast á lóðinni.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við skipulags- og byggingaráð að breyta deiliskipulagi á reit 5.3 á hafnarsvæðinu í samræmi við framlagðan uppdrátt. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að leigja vélsmiðju Orms og Víglundar afnot af lóðinni Óseyrarbraut 31 b til 3 ára fyrir starfsmannaaðstöðu

    • 1209154 – Fenderar á Austurbakka, Straumsvík

      Tilboð í þybbur (fendera) á Austurbakka í Straumsvík voru opnuð 17. janúar 2013, eftir opinbert útboð á evrópska efnahagssvæðinu. 8 tilboð bárust frá 5 fyrirtækjum.$line$Ráðgjafi Hafnarfjarðarhafnar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að gengið verði til viðræðna við IRM Offshore and Maritime Engineers.

      Hafnarstjórn samþykkir í samráði við verkfræðistofuna Strending að taka tilboði frá IRM-Offshore and marine Engineers pvt.Ltd að fjárhæð 176.400 evrur.

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

      Samþykkt að fela hafnarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa lóðareiganda.

    • 1301731 – Hafnarsvæði, umsókn um stöðu- eða torgsöluleyfi

      Kynnt umsókn, til skipulags- og byggingaráðs, um stöðu- eða torgsöluleyfi á hafnarsvæðinu.

      Kynning

    • 1209314 – Markaðssetning

      Farið yfir stöðu mála varðandi markaðssetningu hjá höfninni.

      Formaður og hafnarstjóri greindu frá framvindu mála.

Ábendingagátt