Hafnarstjórn

19. febrúar 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1423

Mætt til fundar

 • Eyjólfur Sæmundsson formaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
 • Elín Soffía Harðardóttir varamaður
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

 • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
 1. Almenn erindi

  • 1209314 – Markaðssetning

   Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri Mannvits mætti á fund hafnarstjórnar og kynnti hafnarstjórn ýmsar ytri aðstæður.

   Fomarður hafnarstjónar bauð Hauk Óskarsson framkvæmdastjóra Mannvits velkominn en hann flutti erindi um framtíð olíu- og gas iðnaðar.

  • 1205159 – Skiparif í Hafnarfjarðarhöfn

   Lögð fram fyrirspurn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðisins um notkun svæðis fyrir skipaniðurrif og óskað eftir umsögn um málið. Fyrirspurnin er dagsett 28. janúar og undirrituð Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi.

   Í ljósi þeirra reynslu sem fékkst af niðurrifi Atlantic Viking tekur hafnarstjórn jákvætt í umrætt starfsleyfi, sem veitt var til Furu dags. 6 feb. 2013 Jafnframt telur hafnarstjórn að tilfallandi niðurrif skipa með þessum hætti sé í samræmi við gildandi skipulag.

  • 1109041 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2012

   Kynntar bráðabirgða-niðurstöður rekstrarreiknings hafnarinnar árið 2012.

  • 1301378 – Óseyrarbraut, stöðuleyfi

   Hafnarstjóri kynnti að skipulags- og byggingaráð hefði samþykkt tillögu hafnarstjórnar að deiliskipulagsbreytingu lóðanna Óseyrarbrautar 31 og 31b, eftir grenndarkynningu.

   Hafnarstjórir lagði fram drög að samningi við VOOV og samþykkir hafnarstjórn framlagðan samning vegna lóðarinnar Óseyrarbraut 31b.

  • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

   Tekið fyrir óformleg fyrirspurn um kaup hafnarinnar á spildu úr landi Óttarsstaða.

   Hafnarstjórn samþykkir að gera ekki tilboð í landið að svo komnu máli.

Ábendingagátt