Hafnarstjórn

14. maí 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1427

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1305121 – Háigrandi hf, aðalfundur 2013

      Lagt fram fundarboð til aðalfundar Háagranda hf. 21. maí 2013, kl 16:00

      Hafnarstjórn tilnefnir Má Sveinbjörnsson hafnarstjóra fulltrúa hafnarinnar á aðalfundinn.

    • 1209178 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013

      Farið yfir stöðu mála.

      Hafnarstjóri rakti stöðu lána hafnarinnar og lagði fram yfirlit yfir skipaumferð og vörumagn fyrstu þrjá mánuði ársins.

    • 1305136 – Sjómannadagurinn 2013

      Farið yfir hlutverk hafnarinnar.

      Hafnarstjórn samþykkti að aðkoma hafnarinnar verði með hefðbundnu sniði, höfnin býður siglingu og tekur þátt í framkvæmd Sjómannadagsins eins og áður.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Rætt um hafnarsvæði í endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar.

      Rætt um stöðu aðalskipulags á hafnarsvæðum Hafnarfjarðar. Ákveðið að hefja vinnu við hafnarhluta aðalskipulagsins.

Ábendingagátt