Hafnarstjórn

28. maí 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1428

Mætt til fundar

  • Eyjólfur Sæmundsson formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Lovísa Árnadóttir varamaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Einnig sat fundinn Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri.

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri

Einnig sat fundinn Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Katrín Gunnarsdóttir fornleyfafræðingur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar kom á fundinn og fór yfir fornminjar í hraununum sunnan og vestan Straumsvíkur.

    • 0701138 – Framtíðarhafnarsvæði.

      Hafnarstjóri kynnti fyrir hafnarstjórn vinnu og rannsóknir, sem fram fóru árin 2005 og 2006, varðandi skoðun á framtíðarhafnarsvæði Hafnarfjarðar.

    • 1302324 – Ráðning hafnsögumanns og hafnarvarðar

      Hafnarstjóri greindi frá stöðu starfsmannamála hjá höfninni.

    • 1205159 – Skiparif í Hafnarfjarðarhöfn

      Lögð fram fyrirspurn, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins, um notkun svæðis, ósk um umsögn, dagsett 16.5.2013, undirrituð Páll Stefánsson, heilbrigðisfulltrúi.$line$Haraldur Þ. Ólason vék af fundi undir þessum lið.

      Hafnarstjórn er jákvæð gagnvart skipaniðurrifinu á þessum stað, enda verði farið að reglum varðandi mengunarvarnir og hljóðvist.

Ábendingagátt