Hafnarstjórn

13. ágúst 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1432

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson formaður
  • Elín Soffía Harðardóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1209178 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013

      Farið yfir stöðu mála varðandi rekstur og fjármál hafnarinnar.$line$Lagt fram yfirlit yfir skipaumferð og vörumagn fyrstu 6 mánuði ársins.

      Lagt fram rekstraryfirlit fyrir 6 fyrstu mánuðina og ljóst er að staðan er í samræmi við fjárhagsáætlun.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Rætt um skipaulag hafnarinnar í vinnu við nýtt aðalskipulag Hafnarfjarðar.

    • 1305184 – Deiliskipulag svæðis norðan Hvaleyrarbrautar.

      Tekið fyrir erindi frá Skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar, þar sem það vísar til umsagnar hafnarstjórnar bókun sinni á fundi 28. maí 2013.$line$Bókunin hljóðar svo: “Skipulags og byggingaráð telur að skoða beri hvort deiliskipulag svæðisins (sem afmarkast af Lónsbraut, Óseyrarbraut, Fornubúðum, Hvaleyrarbraut og bátaskýlasvæði) þarfnist endurskoðunar og vísar því til umsagnar hafnarstjórnar.

      Hafnarstjórn tekur undir bókun skipulags og byggingarráðs og felur hafnarstjóra að vinna að málinu í samvinnu við embætti skipulagsstjóra.

    • 1308121 – Hafnafundur Grindavík 2013

      Lagt fram fundarboð til 6. hafnafundar Hafnasambands Íslands, sem haldinn verður í Grindavík 20. september 2013.

      Hafnarstjórn hvött til að tilkynna um þátttöku sem fyrst.

Ábendingagátt