Hafnarstjórn

27. ágúst 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1433

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson formaður
  • Elín Soffía Harðardóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Lovísa Árnadóttir varamaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

  • Ína Illugadóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1308467 – Skipulag Flensborgarhafnar

      Lögð fram drög að tillögu hafnarstjórnar varðandi skipulagsmál Flensborgarhafnar.

      Hafnarstjórn Hafnarfjarðar leggur til við bæjarstjórn að leiðrétta uppdrátt aðalskipulags Hafnarfjarðar fyrir árin 2005 ? 2025:$line$Við gerð uppdráttar framangreinds aðalskipulags var landnotkun upplands Flensborgarhafnar (svæðis sem afmarkast af Strandgötu, Fornubúðum og Flensborgarhöfn) breytt úr hafnarsvæði í svæði til íbúðabyggðar og verslunar og þjónustu. Umrætt svæði er skilgreint sem hafnarsvæði í reglugerð um Hafnarfjarðarhöfn og engin ákvörðun var bókuð um það í skipulags- og byggingaráði, bæjarráði eða bæjarstjórn um að breyta landnotkun svæðisins á sínum tíma. Ekki er heldur að finna neitt ritað um þessa breytingu í texta aðalskipulagsins.$line$Það eru því eindregin tillaga hafnarstjórnar Hafnarfjarðar til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að framangreind mistök verði leiðrétt og að svæðið verði skilgreint sem hafnarsvæði við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar.

    • 1308121 – Hafnafundur Grindavík 2013

      Farið yfir dagskrá hafnafundar Hafnasambands Íslands 23. september 2013.

      Farið yfir dagskrá hafnafundarins.$line$Bókaðir fulltrúar á fundinn.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Farið yfir hluti hafnarinnar í aðalskipulagi Hafnarfjarðar.

      Ákveðið að taka hluta hafnarinnar í aðalskipulagi Hafnarfjarðar til meðferðar á næsta fundi hafnarstjórnar 10. september og boða þá aðal- og varamenn á fundinn.

Ábendingagátt