Hafnarstjórn

10. desember 2013 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1441

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson formaður
  • Elín Soffía Harðardóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1311012 – Fernanda, brennandi skip

      Farið yfir framhald aðgerða og athafna varðandi Fernanda frá síðast fundi hafnarstjórnar.$line$Farið var yfir drög að fundargerð rýnifundar, sem haldinn var hjá Landhelgisgæslunni, um viðbrögð við brunanum í Fernanda og eftirmála hans.

      Kristinn greindi frá gangi mála þegar skipið var á leið til Hafnarfjarðar og þar til skipið var dregið brennandi úr höfn aftur. Ennfremur frá fundum sem haldnir voru í framhaldinu.$line$Hafnarstjórn beinir því til hafnarstjóra að unnir verði verkferlar fyrir Hafnarfjarðarhöfn um viðbrögð við sambærilegar aðstæður.$line$Ennfremur er hafnarstjóra falið að beina ábendingum til Landhelgisgæslunnar um tiltekin atriði í drögum að fundargerð rýnifundarins.

Ábendingagátt