Hafnarstjórn

28. janúar 2014 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1444

Mætt til fundar

 • Lúðvík Geirsson formaður
 • Elín Soffía Harðardóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Haraldur Þór Ólason aðalmaður
 • Örn Tryggvi Johnsen varamaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri

Ritari

 • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1310316 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2014

   Lagt fram bréf frá Eimskip ehf. þar sem þess er farið á leit að Hafnarfjarðarhöfn endurskoði ákvörðun sína um hækkun gjaldskrár í ársbyrjun 2014.$line$Hafnarstjóri lagði til að inn í gjaldskrá hafnarinnar verði bætt við tveimur liðum er varða vigtun með pallvogum.

   Hafnarstjórn Hafnarfjarðar vill leggja sitt af mörkum með aðilum vinnumarkaðarins og annarra, til að halda niðri verðlagi í landinu og skapa stöðugleika í efnahagsmálum.$line$Í ljósi þessa samþykkir hafnarstjórn að hækka ekki gjaldskrá hafnarinnar.$line$Hafnarstjórn samþykkir jafnframt lækkun á gjaldi fyrir vigtun á pallvogir, þannig að lágmarksgjald fyrir vigtun á pallvogir verði 900 kr á vigtun í stað 1.800 kr í dagvinnu og 1.260 kr á vigtun í yfirvinnu í stað 2.520 kr.

  • 1311112 – Grænfána- og Bláfánaverkefni

   Tekin fyrir hvatning Umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar, um að fá kynningu á Bláfánaverkefni Landverndar, sem ráðið samþykkti á fundi sínum 15. janúar sl.

   Hafnarstjóra er falið að óska eftir kynningu á Bláfánaverkefni Landverndar.

  • 1401647 – Just Mariiam, flutningaskip

   Hafnarstjóri greindi frá málsatvikum varðandi flutningaskipið Just Mariiam.

Ábendingagátt