Hafnarstjórn

12. ágúst 2014 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1454

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Elín Soffía Harðardóttir varamaður
  • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Fundurinn var fyrst og fremst kynningarfundur fyrir nýskipaða hafnarstjórn og öllum varamönnum boðið til fundarins.

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Fundurinn var fyrst og fremst kynningarfundur fyrir nýskipaða hafnarstjórn og öllum varamönnum boðið til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1208466 – Viðlegugjöld flotkvía, viðræður

      Hafnarstjóri skýrði frá viðræðum við forsvarsmann VOOV vegna erindis fyrirtækisins.

    • 1406344 – Hafnarstjórn Hafnarfjarðar 2014 - 2018

      Hafnarstjóri kynnti nýjum hafnarstjórnarmönnum hafnarsvæðin, efnahagslega stöðu hafnarinnar, fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2014 og afhenti nýjum hafnarstjórnarmönnum ársskýrslur áranna 2012 og 2013.$line$Að loknum kynningum á höfninni og hafnarstarfseminni var farið í kynnisferð um hafnarsvæði hafnarinnar.

Ábendingagátt