Hafnarstjórn

8. september 2014 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1456

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1406345 – Hafnasambandsþing 2014

      Farið var yfir nýafstaðið Hafnasambandsþing, sem haldið var á Dalvíkur- og Fjallabyggð dagana 4. og 5. september.

    • 1409030 – Hafnarfjarðarhöfn, atvinnustarfsemi

      Lagt fram bréf Vélsmiðju Orms og Víglundar til formanns hafnarstjórnar Unnar Láru Bryde, dagsett 29. ágúst 2014 með yfirskriftinni Atvinnustarfsemi Vélsmiðju Orms & Víglundar.

      Bréfið lagt fram.$line$Formaður bókar að hún hafi ekki fengið bréfið í hendur fyrr en rétt fyrir fund.

    • 1208466 – Viðlegugjöld flotkvía, viðræður.

      Rætt um erindi Vélsmiðju Orms og Víglundar frá því fyrr á árinu varðandi breytingar á viðlegugjöldum flotkvía fyrirtækisins.

      Málinu frestað til næsta fundar.

Ábendingagátt