Hafnarstjórn

23. september 2014 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1457

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1402300 – Hótel- og ferðaþjónusta í Hafnarfjarðarhöfn

      Hafnarstjóri kynnti hugmynd að fyrirkomulagi, ásamt kostnaðaráætlun, vegna hugsanlegrar aðstöðu fyrir hótelskip í Hafnarfjarðarhöfn

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn hótel- og veitingaskipsins.

    • 1409030 – Hafnarfjarðarhöfn, atvinnustarfsemi

      Tekið til umræðu erindi frá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. varðandi aðstöðu fyrirtækisins.

    • 1208466 – Viðlegugjöld flotkvía, viðræður.

      Tekið til umræðu erindi Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um endurskoðun viðlegugjalda fyrir flotkvíar fyrirtækisins.

    • SB050323 – Strandgata 86 - 94 Drafnarreitur

      Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs kynnti umfjöllun ráðsins um Flensborgarhafnarsvæðið.

      Hafnarstjórn fagnar því að hafin verði vinna við mótun framtíðasýnar fyrir Flensborgarhafnarsvæðið.

    • 1409657 – Straumsvík, svæði sunnan Austurbakka

      Hafnarstjóri kynnti skoðun á malbikun svæðisins sunnan Austurbakka í Straumsvík

    • 1409804 – Fjárhagsáætlu, uppgjör og ársreikningur 2015

      Farið yfir tímaáætlun fjárhags- og rekstraráætlunar hafnarinnar fyrir árið 2015.

Ábendingagátt