Hafnarstjórn

9. desember 2014 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1461

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1412115 – Frystigeymsla

      Bæjarstjóri og hafnarstjóri skýrðu frá gangi mála varðandi áform Eimskip um byggingu frystigeymslu í Hafnarfirði.

      Kynnt.

    • 1410395 – Fyrirkomulag skrifstofu hafnarsjóðs

      Breytingar á færslu bókhalds og launabókhalds ásamt tímaskráningu.

      Hafnarstjórn samþykkir að bókhald og launabókhald hafnarinnar verði fært í bókhalds- og launakerfi Hafnarfjarðarbæjar.$line$Tekin verði upp notkun stimpilklukku eins og hjá öðrum stofunum bæjarins.$line$Breytingarnar taki gildi um áramót.

    • 1208466 – Viðlegugjöld flotkvía, viðræður.

      Tekið fyrir erindi Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf, varðandi hafnargjöld flotkvía dagsett 7. apríl 2014.

      Hafnarstjórn hafnar erindinu.$line$Annað efni erindisins verður skoðað nánar.

    • 1407067 – Bláfáni fyrir Flensborgarhöfn

      Lagt fram erindi Landverndar dagsett 3. desember 2014 um Bláfánann fyrir Flensborgarhöfn

      Hafnarstjórn frestar málefninu og skoðar í samhengi við endurskipulag Flensborgarhafnarsvæðisins.

Ábendingagátt