Hafnarstjórn

30. apríl 2015 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1469

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldu L. Haraldsson, bæjarstjóri mætti til fundarins.
Einnig mætti Rósa Steingrímsdóttir, fjármálastjóri Hafnarfjarðar.

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Haraldu L. Haraldsson, bæjarstjóri mætti til fundarins.
Einnig mætti Rósa Steingrímsdóttir, fjármálastjóri Hafnarfjarðar.

  1. Almenn erindi

    • 1310316 – Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2014

      Lagður fram ársreikningur hafnarinnar fyrir árið 2014.$line$Rósa Steingrímsdóttir fjármalastjóri Hafnarfjarðarbæjar mætti til fundarins undir þessum lið.

      Hafnarstjórn samþykkti ársreikning hafnarinnar fyrir árið 2014

    • 1504286 – Háigrandi hf, hluthafafundur

      Lögð fram fundargerð stjórnar Háagranda frá 16. 4. 2015, þar sem boðað er til hluthafafundar Háagranda hf. mánudaginn 4. maí 2015, kl. 16:00.

      Hafnarstjórn tilnefnir Má Sveinbjörnsson, hafnarstjóra fulltrúa hafnarinnar á hluthafafund Háagranda hf.

    • 1503498 – Hvaleyrarbraut 12, leiga ?

      Lögð fram umsókn Brettasmiðjunnar ehf um leigu Hvaleyrarbrautar 12

      Hafnarstjóra falið að ræða við umsækjanda.

    • 1503412 – Samningur Hafnarfjarðarhafnar og Eimskips um Óseyrarbraut 22

      Lagt fram svar við bréfi Nordik lögmanna fyrir hönd Gelidus ehf. vegna þátttöku hafnarinnar við fergingu Óseyrarbrautar 22.

      Lagt fram.

    • 1504408 – Hafnarstjórn

      Lögð fram bókun Gylfa Ingvarssonar og Sigurbergs Árnasonar

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG óskað bókað:$line$Vegna meðferðar meirihluta Hafnarstjórnar á máli er varðar starfsmanni Hafnarinnar í framhaldi af meintu viðtali við starfsmanninn í ráðhúsi Hafnarfjarðar laugardaginn 15. nóvember 2014.$line$1. Hafnarstjórn fól aldrei Hafnarstjóra að veita starfsmanninum áminningu.$line$2. Bréf er átti að vera undanfari að áminningu, undirritað af formanni Hafnarstjórnar, sem starfsmaðurinn fékk afhent var aldrei lagt fram á fundi til samþykktar í Hafnarstjórn.$line$3. Í umræðu að formanni stjórnar og v.formanni væri falið að afhenda starfsmanni bréf, greiddu fulltrúar meirihlutans atkvæði með því en fulltrúar minnihluta voru því ekki samþykkir. Það mun hafa verið gert fljótlega eftir fundinn. Greinargerð var lögð fram á fundinum og bæjarstóri tók hana til baka þar sem um trúnaðarmál var að ræða.$line$4. Á fundi Hafnarstjórnar 17. febrúar 2015 tilkynnti formaður Hafnarstjórnar að fallið hefði verið frá að afhenda starfsmanni skriflega áminningu í framhaldi af andmælarétti starfsmannsins. Ekki lág fyrir drög að bréfi til starfsmannsins né heldur upplýsingar um viðtalið og eða viðbrögð starfsmannsins.$line$5. Þess ber að geta að fulltrúar minnihlutans í Hafnarstjórn hafa ekki undir höndum nein skrifleg gögn sem send hafa verið starfsmanni hafnarinnar í nafni Hafnarstjórnar. Né heldur viðbrögð við þeim.$line$6. Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG gera alvarlega athugasemd við vinnubrögð meirihlutans í Hafnarstjórn í þessu máli. Það bréf sem formaður Hafnarstjórnar hefur sent líta fulltrúa minnihlutans á að samrýmist ekki eðlilegum stjórnsýslu vinnubrögðum þar sem bréfið var aldrei lagt fram í Hafnarstjórn hvorki til umræðu né samþykktar.$line$Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG fara fram á að gerð verði stjórnsýsluúttekt á meðferð meirihluta Hafnarstjórnar í þessu máli auk aðkomu bæjarstjóra. Úttektin verði í umsjá innanríkisráðuneytisins.$line$Hafnarfirði 8. apríl 2015$line$Gylfi Ingvarsson og Sigurbergur Árnason stjórnarmenn í Hafnarstjórn Hafnarfjarðar$line$

    • 1504410 – Sjómannadagurinn 2015

      Hafnarstjóri greindi frá aðkomu hafnarinnar að hátíðarhöldum Sjómannadagsins í Hafnarfirði undanfarin ár.

      Kynning.

    • 1504475 – Starfsmannamál 2015

      Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra Hafnarfjarðar.

      Lagt fram

Ábendingagátt