Hafnarstjórn

19. ágúst 2015 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1473

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1507025 – Höfnin úttekt og stjórnsýslubreytingar, kynning

      Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir umsögn sína um tillögur Capacent um breytingar á stjórnskipulagi og rekstri Hafnarfjarðarhafnar frá 30. júní 2015.

    • 1505006 – Stækkun lóðarinnar Óseyrarbrautar 2

      Tekin fyrir ósk Fáka og fólks ehf um stækkun lóðarinnar Óseyrarbrautar 2, frá 4.5.2015. Skipulags og byggingaráð vísaði umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar 8. maí 2015.

      Málinu frestað.

    • 1112128 – Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar

      Ólafur Ingi Tómasson vakti máls á slæmri umgengni sumsstaðar á hafnarsvæðinu, sérstaklega á einstökum lóðum.

      Pétur Óskarsson vék af fundi eftir afgreiðsli 3. liðar fundarins.

      Hafnarstjóra falið að ræða við viðkomandi lóðarhafa.

    • 1208466 – Viðlegugjöld flotkvía, viðræður.

      Tekið fyrir erindi Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um viðlegugjöld fyrir flotkvíar frá 7. apríl 2014.

      Lagt fram.

    • 1504475 – Starfsmannamál 2015

      Farið yfir starfsmannamál hafnarinnar.

Ábendingagátt