Hafnarstjórn

10. september 2015 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1474

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Á fundinn mætti Guðjón Bragason, forstöðumaður lögfræði- og velferðarsviðs Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.[line]Einnig sat fundinn Kristján Sturluson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar.[line]Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Á fundinn mætti Guðjón Bragason, forstöðumaður lögfræði- og velferðarsviðs Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.[line]Einnig sat fundinn Kristján Sturluson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar.[line]Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Lögð fram til kynningar tillaga að nýrri reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn.
      Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands Íslenskra Sveitarfélaga mætti til fundarins og skýrði tillöguna.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar bóka:

      Samþykkt var m.a. í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 29.6. eftirfarandi með 7 greiddum atkvæðum og án mótatkvæða:
      „Stjórnskipulag, tillaga að breytingum Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar.
      Hjá bænum verða fjögur þjónustusvið og tvö stoðsvið. Þjónustusviðin snúa einkum að þjónustu við bæjarbúa en verkefni stoðsviðanna miða að því að styðja við framkvæmd verkefna á þjónustusviðunum.
      Stjórnskipulag bæjarins mun eftir breytingarnar skiptast í fjölskylduþjónustu, fræðslu- og frístundaþjónustu, umhverfis- og skipulagsþjónustu og hafnarþjónustu. Stoðsviðin tvö verða stjórnsýslusvið og fjármálasvið.
      Í nýju skipuriti er lögð áhersla á að ná fram betri nýtingu á starfskröftum og á sama tíma staðsetja verkefni betur við hlið annarra þar sem ljóst er að samlegð er fyrir hendi.
      Helstu breytingar við núverandi stjórnskipulag eru að: verkefni íþrótta- og æskulýðsmála, frístundaheimila og félagsmiðstöðva eru flutt frá fjölskylduþjónustu til fræðslu- og frístundaþjónustu, verkefni skipulags og bygginga eru færð undir svið umhverfis og framkvæmda sem eftir breytingarnar verður umhverfis- og skipulagsþjónusta, hafnarþjónusta verði færð undir verksvið bæjarstjóra.“
      Í þessari samþykkt felst að breytingar eru gerðar á hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn og eru fyrirliggjandi tillögur til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar.
      Hafnarfjarðarhöfn er og verður áfram B hluta fyrirtæki í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu er starfssvið og ábyrgð sviðsstjóra hafnarþjónustu – hafnarstjóra mjög skýrt. Tillagan felur í sér að B hluta fyrirtækið ? höfnin sé á svipuðum stað í skipuriti bæjarins og önnur B hluta fyrirtæki eins og t.d. vatns- og fráveitan. Markmið tillögunar er að auka skilvirkni hafnarinnar og bæta samskipti og samlegð við önnur þjónustu- og rekstrarsvið bæjarins.

    • 1509224 – Fyrirtækjastefnumót NUUK

      Lögð fram tillaga hafnarstjóra um að Hafnarfjarðarhöfn taki þátt í fyrirtækjastefnumóti í NUUK í október, skipulögðu af Íslandsstofu.

      Hafnarstjórn samþykkir að Hafnarfjarðarhöfn sendi fulltrúa á fyrirtækjastefnumót í NUUK 22.-24. október næstkomandi.
      Hafnarstjóri sendi hafnarstjórn áætlun um þátttöku hafnarinnar.

    • 1208466 – Viðlegugjöld flotkvía, viðræður.

      Tekið til umræðu erindi Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf um viðlegugjöld fyrir flotkvíar fyrirtækisins.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

    • 1507025 – Höfnin úttekt og tillögur um stjórnsýslubreytingar

      Lagðir fram tveir reikningar frá Capacent ráðgjöf fyrir rannsóknarvinnu og tillögur um breytingar á rekstri hafnarinnar.

Ábendingagátt