Hafnarstjórn

1. október 2015 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1475

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1509716 – Áætlun, gjaldskrá, uppgjör og ársreikningur 2016

      Lögð fram, til fyrri umræðu, drög að rekstraráætlun hafnarinnar fyrir árið 2016, ásamt fjárhagsáætlun 2017 til 2019

    • 1509718 – Tjaldur II, ferðaþjónustubátur

      Lögð fram umsókn Snerlu ehf. um aðstöðu fyrir ferðaþjónustubát í Hafnarfjarðarhöfn, dagsett 15. júlí 2015.

      Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

    • 1509728 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Hafnarstjóri gerð grein fyrir samráðsfundi með undirbúningsnefnd Markaðsstofu Hafnarfjarðar, með áhugasömum aðilum á Hotel Völlum 28. september 2015

      Hafnarstjórn samþykkir að Hafnarfjarðarhöfn verði aðili að Markaðsstofunni.

    • 1504286 – Háigrandi hf, afskráning af fyrirtækjaskrá

      Hafnarstjóri greindi frá því að Ríkisskattstjóri hefði slitið Háagranda ehf. og afskráð úr fyrirtækjaskrá.

      Hafnarstjórn samþykkir að bankainnistæða Háagranda ehf. renni til Hafnarfjarðarhafnar, sem greiðsla upp í skuld Háagranda ehf. við höfnina.
      Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að samþykkja framangreint

    • 1509224 – Fyrirtækjastefnumót NUUK

      Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi fyrirtæjastefnumóts í NUUK, 22. til 24. október.

Ábendingagátt