Hafnarstjórn

10. desember 2015 kl. 07:30

á hafnarskrifstofu

Fundur 1479

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson mætti til fundarins.[line]

Ritari

  • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson mætti til fundarins.[line]

  1. Almenn erindi

    • 1510347 – Óseyrarbraut 20, 24 og 26

      Farið yfir reglur um lóðir á hafnarsvæðinu.
      Bæjarlögmaður, Sigríður Kristinsdóttir, mætti til fundarins og fór yfir reglur og skilmála um lóðir á hafnarsvæðinu.

      Hafnarstjórn óskar frekari greiningar bæjarlögmanns.

    • 1512115 – Hvaleyrarbraut 12, umsókn

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Hvaleyrarbraut 12.
      Umsækjandi er Sýningarljós slf.
      Dagsetning umsóknar er 4. desember og undirrituð Guðjón Guðnason (framkvæmdastjóri)

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að lóðinni Hvaleyrarbraut 12 verði úthlutað til Sýningarljósa slf. og leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni til Sýningarljósa slf.

Ábendingagátt