Hafnarstjórn

12. apríl 2016 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1484

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
 • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður

Ritari

 • Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1409804 – Fjárhagsáætlun, gjaldskrá, uppgjör og ársreikningur 2015

   Lögð fram, til fyrri umræðu, drög að ársreikningi hafnarinnar fyrir árið 2015

  • 1604034 – Niðurrif Perlu

   Kynnt umsókn Furu hf um að fá að rífa dýpkunarskipið Perlu í fyllingunni utan Olíukers.

   Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, svo fremi sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðisins veiti starfsleyfi til þess.

  • 1604204 – Óseyrarbraut 29, byggingarreitur

   Ósk Trefja hf / Klynku ehf um að færa eða stækka byggingarreit á lóðinni Ósyrarbraut 29, til að rýmka snúningssvæði með bátskeljar vestan við húsið.

   Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til Skipulags og byggingaráðs.

  • 1604246 – Surprise HF-8

   Lagt fram drög að kaupsamningi og afsali um Surprise HF-8

   Hafnarstjóra falið að ganga frá málinu, að undangenginni umsögn lögfræðings hafnarinnar.

Ábendingagátt