Hafnarstjórn

8. júní 2016 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1487

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1602249 – Óseyrarbraut 27B, lóðarumsókn,úthlutun

   Tekin fyrir að nýju bréf frá Sölva Steinarri slf. þar sem óskað er eftir því að lóðaúthlutun lóðarinnar Óseyrarbraut 27b, dagsett 2. mars 2016 verði felld niður. Lögð fram drög að leigusamningi fyrir Óseyrarbraut 27b og jafnframt lagt fram álit bæjarlögmanns.

   Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að afturkalla lóðaúthlutun lóðarinnar Óseyrarbrautar 27b til Sölva Steinars slf frá 2. mars 2016. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn fyrir sitt leyti fyrirliggjandi leigusamning vegna lóðarinnar til sama aðila.

  • 1606045 – Strandgata, göngustígur

   Farið yfir hugmyndir og útfærslur á göngustíg meðfram Strandgötu.

   Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun:
   Jákvæð uppbygging lista, menningar og veitinga við Flensborgarhöfn laðar að aukið og fjölbreytt mannlíf. Mikil og vaxandi umferð gangandi vegfarenda hvort sem er vegna starfssemi við Flensborgarhöfn eða til heilsubótar er á strandstígnum sem endar við Drafnarslipp. Aðkallandi er að lokið verði við tengingu strandstígs frá Drafnarslipp suður fyrir Íshús en núverandi ástand á þessu svæði er óviðunandi og hættulegt gangandi vegfarendum.
   Viðræður Hafnarfjarðarbæjar við lóðarhafann á þessu svæði um framkvæmdina á kostnað bæjarins og/eða hafnarinnar hafa ekki skilað neinum árangri sem er miður fyrir íbúa Hafnarfjarðar.
   Hafnarstjórn skorar á lóðarhafann að endurskoða afstöðu sína með tilliti til hagsmuna og öryggis íbúa bæjarins svo og gesta sem sækja okkur heim.

  • 1606090 – Hvaleyrarbraut 30 fyrirspurn

   Lögð fram fyrirspurn varðandi byggingaráform á lóðinni Hvaleyrarbraut 30. Jafnframt lagt fram minniblað byggingarfulltrúa.

   Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að taka upp frekari viðræður við fyrirspyrjanda.

  • 1606067 – Hreinsunarátak á hafnarsvæði sumar 2016

   Rætt um hreinsun og umgengismál á hafnarsvæðinu.

   Hafnarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Ábendingagátt