Hafnarstjórn

29. ágúst 2016 kl. 08:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1489

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
 • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1608304 – Viðhald hafnarmannvirkja og nýframkvæmdir 2016

   Lagt fram yfirlit um stöðu helstu verkefna í viðhaldi og framkvæmdum á hafnarsvæðum.

   Rætt um einstaka framkvæmdaliði og verkefni sem eru framundan.

  • 1608243 – Viðhald á Hamri 2016

   Farið yfir helstu viðhaldsverk á dráttarbátnum Hamri og fyrirliggjandi tilboð í verkefnið.

   Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tilboð.

  • 1607315 – Fyrirtækjaskilti á hafnarsvæði

   Farið yfir samþykkt um skilti í lögusögu Hafnarfjarðar og áherslur hafnaryfirvalda um merkingar fyrirtækja á hafnarsvæðinu.

   Hafnastjórn mun fylgja málinu frekar eftir í samvinnu við framkvæmdasvið.

  • 1608436 – Stefnumörkun fyrir Hafnarsamband Íslands 2016

   Lögð fram drög að stefnumörkun fyrir Hafnarsamband Íslands sem verða tekin til frekari umræðu á hafnarsambandsþingi í október n.k.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs 23.8. sl. var lýsing að breyttri notkun og skipulagi hafnarsvæðisins til umfjöllunar og var henni vísað til frekari umfjöllunar í hafnarstjórn.

   Lagt fram til umræðu og frekari úrvinnslu.

  • 1607091 – Húsnæði fyrir Hafrannsóknarstofnun, útboð

   Lagt fram bréf frá Fornubúðum eignarhaldsfélagi ehf. vegna byggingaráforma á lóðinni Fornubúðum 5.

   Hafnarstjórn tekur jákvætt í framlagt erindi.

  • 1606045 – Strandgata, göngustígur

   Lagt fram til kynningar yfirlit um kostnað vegna malbikunar á göngustíg við Strandgötu.

   Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

  • 1608513 – Skipaumferð og vörumagn um Hafnarfjarðarhöfn 2016

   Lagt fram yfirlit um skipaumferð og vörumagn um Hafnarfjarðarhöfn janúar-júlí 2016.

Ábendingagátt