Hafnarstjórn

14. september 2016 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1490

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Lagt fram minnisblað varðandi mögulegar útfærslur á samkeppni um skipulag Flensborgarhafnar og næsta nágrennis á grundvelli nýlega samþykktrar lýsingar á framtíðarskipan svæðisins.

      Lagt fram til umræðu og frekari úrvinnslu.

    • 1606375 – Óseyrarbraut, Fornubúðir, gatnamót

      Hafnarstjóri skýrði frá viðræðum við lóðarhafa að Óseyrarbraut 1 og 3 og samþykki hans á áður framlögðum tillögum um breytingar á frágangi við gatmanmót Óseyrarbrautar og Fornubúðar.

      Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    • 1604185 – Hafnasambandsþing 2016

      Rætt um undirbúning vegna Hafnarsambandsþings sem haldið verður á Ísafirði í október n.k.

Ábendingagátt