Hafnarstjórn

10. nóvember 2016 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1494

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1609670 – Lóðir í eigu hafnarinnar og lóðarleigusamningar

      Farið yfir stöðu og gildistíma lóðasamninga á hafnarsvæðinu.

    • 1610354 – Afnot af lóðinni Strandgata 86

      Lagt fram erindi frá Siglingaklúbbnum Þyt um aðgengi að lóðinni Strandgata 86.

      Hafnarstjórn samþykkir tímabundín og takmörkuð afnot af lóðinni í vetur. Hafnarstjóra falin nánari útfærsla málsins.

    • 1610455 – Cuxhaven jólatré 2016

      Lagt fram bréf frá konsúl Íslands í Cuxhaven, þar sem greint er frá árlegri jólatrésgjöf til hafnarinnar frá vinabæ Hafnarfjarðar. Farið yfir dagskrá við móttöku trésins þann 26. nóvember nk.

    • 1611054 – Ný höfn í Nuuk og þjónusta á norðurslóðum

      Haukur Óskarsson varaformaður Sikuki Nuuk Harbour A/S mætti á fundinn og kynnti hafnarstjórn hafnarframkvæmdir í Nuuk, væntanlega þróun í vöruflutningum og siglingum á norðursvæðum og mögulega aðkomu Hafnarfjarðarhafnar.

Ábendingagátt