Hafnarstjórn

23. nóvember 2016 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1495

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1611224 – Ráðningarbréf endurskoðanda 2016

      Lagt fram ráðningarbréf endurskoðanda Hafnarfjarðarhafnar vegna endurskoðunar á ársreikningi hafnarinnar fyrir árið 2016.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi ráðningarbréf við Pricewaterhouse Coopers.

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Farið yfir og greint frá stöðu í vinnu starfshóps hafnarstjórnar og skipulags- og byggingaráðs um skipulag Flensborgarhafnar.

    • 1607163 – Landtengingar skipa í Hafnarfjarðarhöfn

      Lögð fram skýrsla um landtengingar í Hafnarfjarðarhöfn. Skýrsluhöfundur Gunnar Sæmundsson véltæknifræðingur, fór yfir lykilatriði skýrslunnar.

      Hafnarstjórn þakkar samantekt, ábendingar og tillögur í skýrslunni.
      Hafnarstjórn leggur áherslu á að öll skip sem liggja við hafnarbakka í Hafnarfjarðarhöfn og geta tekið við rafmagni úr landi, tengist landrafmagni. Skip sem ekki geta tekið landrafmagn er skylt að uppfylla ákvæði reglugerðar um brennisteinsinnihald í eldsneyti.

Ábendingagátt