Hafnarstjórn

21. desember 2016 kl. 11:30

á hafnarskrifstofu

Fundur 1497

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
 • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

 1. Almenn erindi

  • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

   Lagðar fram tillögur starfshóps um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar og opna hugmyndasamkeppni um svæðið.

   Hafnarstjórn samþykkir að tveir dómnefndarfulltrúar verði skipaðir af hafnarstjórn og beinir því til skipulags- og byggingarráðs að skipa einn fulltrúa í dómnefndina.

  • 1612274 – Framkvæmdir á hafnarlóðum 2017

   Hafnarstjóri fór yfir væntanlegar framkvæmdir á lóðum á hafnarsvæðinu á árinu 2017.

  • 1612318 – Óseyrarbraut 1 - 3, forkaupsréttur

   Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að Hafnarfjarðarhöfn falli frá forkaupsrétti að kaupum á eignunum Óseyrarbraut 1-3.

   Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti að áðurnefndum eignum.

Ábendingagátt