Hafnarstjórn

7. júní 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1508

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Umsóknir

  • 1605028 – Víkurbraut 5 - gámaplan við Austurbakka

   Lagt fram bréf frá Rio Tinto á Íslandi hf (ISAL) þar sem óskað er eftir afnotum af lóðinni Víkurgata 5 í samræmi við tillögu að nýrri lóð á meðfylgjandi mæliblaði frá skipulags- og byggingasviði Hafnarfjarðarbæjar.

   Hafnarstjórn samþykkir að veita Rio Tinto á Íslandi (ISAL) vilyrði fyrir afnotum af lóðinni Víkurgata 5. Hafnarstjóra falið að ganga frá leigusamningi þegar deiliskipulagsbreyting vegna lóðarinnar hefur verið formlega afgreidd.

  • 1705514 – Straumsvík, lóðir fyrir vinnubúðir

   Lagt fram bréf frá Hamri ehf. kt: 431298-2799 þar sem sótt er um lóð undir vinnubúðir á svæði Straumsvíkurhafnar í samræmi við tillögu að nýrri lóð á meðfylgjandi mæliblaði frá skipulags- og byggingasviði Hafnarfjarðarbæjar.

   Hafnarstjórn samþykkir að veita Hamri efh kt 431298-2799 vilyrði fyrir afnotum af umræddri lóð undir vinnubúðir. Hafnarstjóra falið að ganga frá leigusamningi þegar deiliskipulagsbreyting vegna lóðarinnar hefur verið formlega afgreidd.

  • 1607092 – Óseyrarbraut 27 lóðaumsókn

   Lagt fram nýtt bréf frá Köfunarþjónustunni ehf kt: 431007-1180 dags, 2. júní 2017 þar sem óskað er eftir úthlutun á lóðinni Óseyrarbraut 27 og jafnframt óskað eftir breytingum á núverandi lóðaskipan.

   Hafnarstjórn samþykkir að veita Köfunarþjónustunni ehf kt: 431007-1180 vilyrði fyrir lóðinni Óseyrarbraut 27 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað.

  • 1706032 – Óseyrarbraut 31 - ósk um úthlutun og viðræður

   Lagt fram bréf frá Trefjum ehf og Klinku ehf dags. 1. júní 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um úthlutun á lóðinni Óseyrarbraut 31.

   Hafnarstjóra falið að ræða við lóðarumsækjanda og fara jafnframt yfir skilmála og almenna stöðu mála varðandi lóðina Óseyrarbraut 31.

  • 1705516 – Óseyrarbraut 31, lóðarumsókn

   Lagt fram bréf frá Idea ehf. kt. 601299-2249 þar sem sótt er um lóðina Óseyrarbraut 31.

   Hafnarstjóra falið að ræða við lóðarumsækjanda og fara jafnframt yfir skilmála og almenna stöðu mála varðandi lóðina Óseyrarbraut 31.

Ábendingagátt