Hafnarstjórn

21. júní 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1509

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varamaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

  1. Kynningar

    • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

      Sveinn Þórarinsson arkitekt hjá Batteríinu mætti til fundarins og kynnti útlitsteikningar að fyrirhuguðu húsnæði Hafrannsóknarstofunar við Fornubúðir 5, í samræmi við samþykkt Hafnarstjórnar frá 25. janúar sl.

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Farið yfir stöðu mála varðandi úthlutunarskilmála og lóðaleigusamning vegna Óseyrarbrautar 31.

      Hafnarstjóra falið að vinna áfram að yfirferð og frágangi fyrir úthlutunarskilmála og lóðaleigusamning fyrir Óseyrabraut 31.

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningsframkvæmdir

      Hafnarstjóri kynnti stöðu mála varðandi frekari undirbúning og útfærslur að hönnun Háabakka við Fornubúðir.

      Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúnind að hönnun og útfærslu á Háabakka.

    • 1706242 – Skemmtiferðaskip 2017-2019

      Hafnarstjóri fór yfir komur skemmtiferðaskipa til Hafnarfjarðar á yfirstandandi sumri og fyrirliggjandi bókanir til næstu tveggja ára.

Ábendingagátt