Hafnarstjórn

15. ágúst 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1510

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Umsóknir

  • 1607092 – Óseyrarbraut 27 lóðaumsókn

   Lagt fram nýtt lóðablað fyrir Óseyrarbraut 25, 27 og 27b sbr. afgreiðslu á fundi Hafnarstjórnar 7. júní sl. Jafnframt tekin fyrir að nýju bréf frá Köfunarþjónustunni ehf. kt: 431007-1180 dags. 2. júní 2017 þar sem sótt er lóðina Óseyrarbraut 27.

   Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Köfunarþjónustunni ehf. kt: 431007-1180 verði úthlutað lóðinni Óseyrarbraut 27 með nánari skilmálum skipulags-og byggingafulltrúa.

  Kynningar

  • 1610097 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2017

   Hafnarstjóri fór yfir stöðu rekstrar Hafnarfjarðarhafnar fyrstu 6 mánuði ársins 2017.

  • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

   Lögð fram ný drög að lóðaleigusamningi og úthlutunarskilmálum vegna lóðarinnar Óseyrarbraut 31.

  • 1612274 – Framkvæmdir á hafnarlóðum 2017

   Farið yfir stöðu einstakra lóða og framkvæmda á hafnarsvæðinu.

Ábendingagátt