Hafnarstjórn

30. ágúst 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1511

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1708522 – Hafnaraðstaða fyrir skip Hafrannsóknastofnunar

   Lögð fram tillaga að samningi um viðlegu skipa Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfjarðarhöfn.

   Hafnarstjórn samþykkir efnisatriði samningsins fyrir sitt leyti og felur hafnarstjóra að ganga formlega frá honum við Hafrannsóknarstofnun.

  Kynningar

  • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

   Farið yfir stöðu og undirbúning framkvæmda við Fornubúðir 5. Til fundarins mætti Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu.

  • 1701604 – Háibakki - undirbúningsframkvæmdir

   Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi verkhönnun og frekari undirbúning framkvæmda við uppbyggingu Háabakka.

  • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

   Farið yfir drög að lóðaleigusamningi og úthlutunarskilmálum vegna lóðarinnar Óseyrarbraut 31.

  • 1708456 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2018

   Hafnarstjóri kynnti undirbúning og tímasetningar við gerð fjárhags- og rekstraráætlunar fyrir árið 2018.

Ábendingagátt