Hafnarstjórn

29. september 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1513

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Kynningar

  • 1701604 – Háibakki - undirbúningsframkvæmdir

   Farið yfir tillögur að útfærslu Háabakka og næsta umhverfis. Sigurður Guðmundsson frá Strendingi mætti til fundarins.

  • 1606090 – Hvaleyrarbraut 30, fyrirspurn

   Fulltrúi lóðarhafa og arkitekt frá Ask kynntu hugmyndir um uppbyggingu á lóðinni.

  Almenn erindi

  • 1708456 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2018

   Farið yfir rekstraráætlun hafnarinnar fyrir árið 2018 ásamt fjárhagsáætlun 2019-2021.

   Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhags- og rekstraráætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana með sama hætti.

  • 1709375 – Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2018

   Lögð fram til síðari umræðu tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn.

   Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að nýrri gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar sem taki gildi frá 1. janúar 2018.

Ábendingagátt