Hafnarstjórn

27. október 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1514

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Kynningar

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi frágang lóðaleigusamnings og skilmála fyrir lóðina Óseyrarbraut 31.

      Hafnarstjóra falið að vinna áfram að lokafrágangi málsins.

    • 1612274 – Framkvæmdir á hafnarlóðum 2017

      Farið yfir framkvæmdir og almenna stöðu mála á lóðum á hafnarsvæðinu.

    • 1710420 – Skipaumferð og vörumagn 2017

      Lagt fram yfirlit um skipaumferð og vörumagn sem fór um Hafnarfjarðar- og Straumsvíkurhöfn á 9 fyrstu mánuðum ársins.

    • 1610455 – Cuxhaven jólatré

      Rætt um fyrirkomulag aðventuhátíðar á hafnarsvæðinu.

Ábendingagátt