Hafnarstjórn

10. nóvember 2017 kl. 08:15

á hafnarskrifstofu

Fundur 1515

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1710154 – Hvaleyrarbraut 30, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.10.2017 og tillaga um áframhald vinnu við skipulagsbreytingu varðandi tillögu ASK arkitekta um hótel á lóðinni Hvaleyrarbraut 30. Á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 31.10.2017 var óskað eftir umsögn hafnarstjórnar um tillögu skipulagsstjóra að aðalskipulagsbreytingu um breytta landnotkun.

      Hafnarstjórn fellst á tillögu skipulagstjóra en leggur til að umræddur reitur afmarkist af neðanverðri Hvaleyrarbraut frá lóðum nr. 20 til 32. Mikilvægt er að á svæðinu verði áfram hafnsækin starfsemi í forgrunni og þarf greinargerð með aðalskipulagsbreytingunni að endurspegla það.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Lögð fram lokadrög að skýrslu starfshóps um “Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar.” Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 01.11.2017 var samþykkt að senda drögin til umsagnar hjá hafnarstjórn.

      Lagt fram.

    • 1711109 – Spretta - matvælaræktun í borg (Urban farming)

      Lagt frá erindi frá Sprettu ehf. dags. 7. nóv. 2017 þar óskað er eftir samstarfi við Hafnarfjarðarhöfn um tilraunaverkefni um matvælaræktun í borg (Urban farming) á hafnarsvæðinu með tímabundnum afnotum af lóðinni Strandgata 86.

      Hafnarstjóra falið að ræða nánar við forráðamenn Sprettu.

    Kynningar

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningsframkvæmdir

      Farið yfir stöðu mála varðandi hönnun og útfærslu á Háabakka og næsta umhverfi. Sigurður Guðmundsson frá Strendingi mætti til fundarins.

      Samþykkt að vinna áfram að útfærslu fyrir útboð og skoða jafnframt heildarhönnun á umhverfi á svæðinu.

    • 1711092 – Rafhleðslustöð við Fornubúðir

      Rætt um aðstöðu og mögulega uppsetningu á rafhleðslustæðum fyrir ökutæki á hafnarsvæðinu við Fornubúðir í nánd við Óseyrarbryggju og Háabakka.

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Hafnarstjóri kynnti drög að samkomulagi um uppgjör vegna lóðaúthlutunar á Óseyrarbraut 31.

      Hafnarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

Ábendingagátt