Hafnarstjórn

22. nóvember 2017 kl. 08:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1516

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
 • Ragnheiður Gestsdóttir varamaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

 1. Almenn erindi

  • 1701037 – Opin samkeppni um Flensborgarhöfn

   Rætt um undirbúning og fyrirkomulag á opinni samkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar. Hafnarstjóri lagði fram minnisblað um stöðu málsins og fyrri samþykktir hafnarstjórnar varðandi samkeppnina og drög að samkomulagi við Arkitektafélagið um samkeppnishaldið.

   Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Arkitektafélagið um samkeppnishald vegna opinnar samkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir jafnframt að skipa þá Ólaf Inga Tómasson og Gylfa Ingvarsson sem fulltrúa í dómnefnd og óskar eftir að skipulags- og byggingaráð tilnefni 1 fulltrúa í dómnefndina. Arkitektafélag Íslands mun tilnefna tvo fulltrúa í dómnefndina í samræmi við fyrirliggjandi samning milli hafnarstjornar og félagsins um samkeppnishaldið. Stefnt er að því að samkeppnin verði auglýst í byrjun komandi árs og niðurstöður verði kynntar í maí 2018.

  • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

   Tekin fyrir að nýju lokadrög að skýrslu starfshóps um “Umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar.”

   Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi umsögn um drög að umhverfis- og auðlindastefnu:

   Hafnarstjórn hefur tekið til umfjöllunar drög að lokaskýrslu starfshóps um Umhverfis og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar og vill koma eftirfarandi á framfæri:

   Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með þær megináherslur og markmið sem eru sett fram í þessari stefnumótun.
   Hafnarstjórn leggur áherslu á mikilvægi samræmdrar og virkrar umhverfisvöktunar af hálfu bæjarfélagsins og markvissrar umhverfisfræðslu bæði í skólum og fyrir bæjarbúa almennt.
   Hafnarstjórn telur mikilvægt að fylgja framangreindri stefnu eftir með skýrum og skipulegum hætti og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfisvitund bæði almennings og atvinnulífs.

  • 1711172 – Cuxhaven, jólatré 2017

   Lagt fram bréf frá konsúl Íslands í Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar, þar sem greint er frá árlegri jólatrésgjöf til hafnarinnar. Farið yfir dagskrá við móttöku og tendrun á trénu sem verður þann 2. desember nk.

Ábendingagátt