Hafnarstjórn

13. desember 2017 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1518

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

 1. Almenn erindi

  • 1709375 – Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2018

   Lagðar fram tillögur um breytingar á þeim hluta gjaldskrár sem snýr að úrgangs- og förgunargjaldi. Einnig farið yfir innheimtu uppistöðugjalda smábáta á hafnarsvæðinu.

   Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á úrgangs- og förgunargjaldi sem taki gildi frá og með 1. febrúar 2018. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að uppistöðugjöld fyrir smábáta verði innheimt á 3ja mánaða fresti.

  • 1712118 – Öryggismál á hafnarsvæðum Hafnarfjarðarhafnar

   Lagt fram bréf frá Samgöngustofu og Hafnarsambandi dags. 6. desember varðandi öryggismál í höfnum landsins. Hafnarstjóri fór yfir stöðu öryggismála hjá Hafnarfjarðarhöfn.

  • 1712114 – Óseyrarbraut 24 og 26

   Tekið fyrir erindi frá Heild- fasteignafélagið dags. 12. desember, þar sem kynntar eru tillögur að uppbyggingu á lóðunum Óseyrarbraut 24 og 26 og lagðar fram fyrirspurnir varðandi sameiningu lóðanna og hækkað nýtingahlutfall.

   Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en vekur athygli á því að framkomnar óskar kalla á skipulagsbreytingar. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa bæjarins að fara frekar yfir framkomnar tillögur með bréfritara.

  Kynningar

  • 1701037 – Opin samkeppni um Flensborgarhöfn

   Skýrt frá starfi dómnefndar sem tekin er til starfa við undirbúning opinnar samkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar. Í dómnefndinni eiga sæti: Ólafur Ingi Tómasson formaður og Gylfi Ingvarsson tilnefndir af hafnarstjórn. Karólína Helga Símonardóttir tilnefnd af skipulags- og byggingaráði og arkitektarnir Bjarki G. Halldórsson og Soffía Valtýsdóttur tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands.

   Hafnarstjórn samþykkir að tilnefna Guðrúnu Guðmundsdóttur arkitekt/skipulagsfræðing hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem trúnaðarmann samkeppninnar.

Ábendingagátt