Hafnarstjórn

14. mars 2018 kl. 08:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1523

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1701604 – Háibakki - undirbúningsframkvæmdir

   Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í verkið “Háibakki” frá 6. mars sl. Sigurður Guðmundsson verkfræðingur hjá Strendingi mætti til fundarins. 2 tilboð bárust í verkið. Frá Hagtaki að fjárhæð 214.825.000 kr. og frá Ístaki að fjárhæð 285.797.006 kr. Kostnaðaráætlun var 230.026.000 kr.

   Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Hagtak um fyrirkomulag og framkvæmd verksins.

  Kynningar

  • 1708667 – Skipalyfta við Suðurbakka

   Sigurður Guðmundsson verkfræðingur hjá Strendingi kynnti tillögu að útfærslu fyrir skipalyftu í vesturenda Suðurbakka og breytingu á viðlegu fyrir hafnsögubáta.

  • 1801546 – Norðurbakki, endurbætur og öryggismál

   Hafnarstjóri kynnti athuganir og undirbúning vegna fyrirhugaðra endurbóta á stálþili við Norðurbakka.

  • 1703334 – Markaðs- og kynningarmál hafnarinnar

   Lögð fram útgáfa af nýjum og endurbættum kynningarbæklingi um Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjörð fyrir útgerðir skemmtiferðaskipa.

Ábendingagátt