Hafnarstjórn

25. apríl 2018 kl. 08:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1526

Mætt til fundar

 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Sigríður Lára Árnadóttir varamaður

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Haraldur Líndal Haraldsson mætti til fundarins.

 1. Almenn erindi

  • 1406344 – Hafnarstjórn Hafnarfjarðar 2014 - 2018

   Lögð fram tilkynning um afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar þann 11. apríl sl. þar sem samþykkt var að Karólína Helga Símonardóttir taki sæti sem aðalmaður í hafnarstjórn í stað Borghildar Sölvey Sturludóttur og Hulda Sólveig Jóhannsdóttir taki við sem varamaður í stað Péturs Óskarssonar. Unnur Lára Bryde formaður hafnarstjórnar lagði til að Karólina Helga Símonardóttir verði kjörin varaformaður hafnarstjórnar.

   Hafnarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

  • 1804061 – Ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar 2017

   Ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2017, síðari umræða.

   Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hann. Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með góða rekstarafkomu hafnarinnar.

  • 1701604 – Háibakki - undirbúningsframkvæmdir

   Lögð fram drög að verksamningi við Hagtak kt. 460391-2109 vegna framkvæmda við Háabakka sbr. fundargerð hafnarstjórnar nr. 1523 frá 14. mars sl. Jafnframt lögð fram verkábyrgð/ábyrgðarlýsing verktaka frá Arion banka.

   Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi verksamning og felur hafnarstjóra að undirrita hann.

  Kynningar

  • 1701037 – Opin samkeppni um Flensborgarhöfn

   Alls bárust 14 tillögur í hugmyndasamkeppnina um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis. Dómnefnd mun ljúka störfum fyrir lok maí mánaðar og stefnt að því að kynna niðurstöður hennar þann 1. júní n.k. og sýning verði á tillögunum í Hafnarborg um sjómannadagshelgina.

   Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með hversu margar tillögur bárust í samkeppnina.

Ábendingagátt