Hafnarstjórn

14. maí 2018 kl. 08:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1527

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1805058 – Samstarfsyfirlýsing Hafnarsambandsins og Fiskistofu um framkvæmd vigtarmála

      Lögð fram til umsagnar drög að samstarfsyfirlýsingu milli Hafnarsambands Íslans og Fiskistofu um framkvæmd vigtarmála. Hafnarstjóri fór yfir þau atriði sem snúa að starfsemi Hafnarfjarðarhafnar.

      Hafnarstjórn fagnar framlagðri samstarfsyfirlýsingu.

    • 1805059 – 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018

      Í fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. apríl sl. er því beint til aðildarhafna að þær minnist fullveldisafmælis þjóðarinnar með sérstakri hlið af mikilvægi hafna fyrir íslenskt samfélag.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna í samtstarfi við Byggðasafn Hafnarfjarðar að því að setja upp ljósmyndasýningu um sögu Hafnarfjarðarhafnar á sjávargöngustígnum frá Langeyri að Flensborg til að minnast þessara tímamóta og jafnframt 110 ára afmælis hafnarinnar á komandi ári.

    Kynningar

    • 1705274 – Sjómannadagurinn

      Skýrt frá undirbúningi dagskrár og hátíðarhalda við Hafnarfjarðarhöfn á sjómannadaginn 3. júní n.k.

    • 1709381 – Framkvæmdamál 2018

      Farið yfir stöðu framkvæmda á hafnarsvæðinu í sumar og jafnframt rætt um fyrirséða aukna umferð um höfnina á næstu mánuðum.

Ábendingagátt