Hafnarstjórn

19. september 2018 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1533

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Daði Lárusson varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1806318 – Hafnasambandsþing 2018

      Lagt fram bréf frá Hafnasambandi Íslands dags 5. september 2018 um boðun hafnasambandsþings í Reykjavík dagana 25. og 26. október n.k. Hafnarfjarðarhöfn á rétt á 7 þingfulltrúum.

      Hafnarstjórn samþykkir að auk 5 aðalmanna í hafnarstjórn sitji þingið fyrir hönd Hafnarfjarðarhafnar, bæjarstjóri og hafnarstjóri.

    • 1807152 – Hvaleyrarbraut 3, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Lagt fram erindi frá fundi skipulag- og byggingaráðs þann 11. september sl. þar sem ósk frá húsfélaginu Hvaleyrarbraut 3 um breytingar á byggingamörkum og heimild til að innrétta 6 íbúðir í húsinu er vísað til skipulagsvinnu vegna Flensborgarhafnar.

    Kynningar

    • 1808500 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2019

      Farið yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019. Kynnt rekstrarniðurstaða fyrstu 6 mánaða ársins 2018 og drög að tekju- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Lögð fram fundargerð samráðsnefndar frá 13. september sl. og greint frá kynningar- og umræðufundum nefndarinnar með lóðarhöfum og hagsmunaaðilum á skipulagssvæði Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis.

    • 1801546 – Norðurbakki, endurbætur og öryggismál

      Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda vegna endurbóta á stálþili við Norðurbakka.

Ábendingagátt