Hafnarstjórn

3. október 2018 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1534

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mætti til fundarins.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mætti til fundarins.

  1. Almenn erindi

    • 1808500 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2019

      Lögð fram til fyrri umræðu drög að fjárhags- og rekstraráætlun Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2019 ásamt drögum að fjárfestingaáætlun fyrir 2019-2022.

      Hafnarstjóri skýrði helstu þætti áætlunarinnar og fór einnig yfir tillögur að gjaldskrárbreytingum. Hafnarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu á næsta fundi sínum.

    Kynningar

    • 1708667 – Skipalyfta við Suðurbakka

      Farið yfir stöðu framkvæmda og forsendur varðandi gjaldtöku vegna afnota af þeim hafnarmannvirkjum sem nýttar verða fyrir þjónustu skipalyftunnar. Jafnframt lagt fram bréf frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. dags 2. okt. 2018 varðandi skipalyftu við Suðurbakka.

      Erindi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur vísað til yfirferðar og umsagnar bæjarlögmanns.

    • 1407063 – Norðurgarður, endurbygging

      Farið yfir stöðu Norðurgarð og kynntar fyrri hugmyndir um endurbætur á hafnargarðinum.

      Hafnarstjórn samþykkir að að leita eftir samstarfi við skipulags- og byggingaráð um útfærslur varðandi uppbyggingu á Norðurgarði samhliða endurbótum á Norðurbakkasvæðinu.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Lögð fram fundargerð samráðsnefndar frá 1. október sl.

Ábendingagátt