Hafnarstjórn

17. október 2018 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1535

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Guðmundur Fylkisson varamaður

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mætti til fundarins.

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mætti til fundarins.

 1. Almenn erindi

  • 1708667 – Skipalyfta við Suðurbakka

   Lagt fram svarbréf Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 11. október 2018 vegna erindis frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur dags. 2. október sl. sem lagt var fram á síðasta fundi hafnarstjórnar.

  • 1810177 – Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2019

   Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn.

   Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að nýrri gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar sem taki gildi frá 1. janúar 2019.

  • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

   Tekin til umfjöllunar skipulagslýsing Flensborgarhafnar sbr. samþykkt hafnarstjórnar 18. febrúar 2016.

   Hafnarstjórn samþykkir að fella úr gildi samþykkt hafnarstjórnar þann 18. febrúar 2016 á „Flensborgarhöfn skipulagslýsing.“ Hafnarstjórn leggur til við skipulags- og byggingarráð og bæjarstjórn að fella samþykktir sínar um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar úr gildi.
   Hafnarstjórn ákvað að efna til hugmyndasamkeppni á grunni keppnislýsingar sem samþykkt var í hafnarstjórn þann 10. janúar 2018. Góð þátttaka var í hugmyndasamkeppninni eða alls 14 tillögur bárust. Tvær arkitektastofur skiptu með sér 1. og 2. sæti og standa nú samningaviðræður við þær um áframhaldandi vinnu við gerð rammaskipulags. Hafnarstjórn lítur svo á að hugmyndir sem ofangreindar arkitektastofur vinna eftir hvað varðar skipulag um Flensborgarhöfn og Óseyrasvæði sé stefnumótandi og geti í einhverjum tilfellum skarast á við samþykkt hafnarstjórnar þann 18. febrúar 2016.

  Kynningar

Ábendingagátt