Hafnarstjórn

24. október 2018 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1536

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1808500 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2019

      Farið yfir fjárhags- og rekstraráætlun hafnarinnar fyrir árið 2019 og langtímaáætlun fyrir 2020 – 2022.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhags- og rekstraráætlun 2019-2022 fyrir Hafnarfjarðarhöfn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana með sama hætti.

    • 1810177 – Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2019

      Lögð fram til síðari umræðu tillaga að endurkoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að nýrri gjaldskrá með áorðnum breytingum varðandi lækkun á lóðaleigu innan Suðurgarðs úr 1,5% í 1,35% og utan Suðurgarðs úr 2,5% í 2,25%.

    Kynningar

    • 1806318 – Hafnasambandsþing 2018

      Lögð fram fundargögn fyrir 41. Hafnasambandsþing sem hefst í Reykjavík 25. október nk.

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Kynnt afgreiðsla skipulags- og byggingaráðs frá 23. okt. sl. um samþykkt á tillögu um niðurfellingu á skiplagslýsingu fyrir Flensborgarhöfn frá árinu 2016 sem hafnastjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að vísa til ráðsins.

      Fulltrúi Viðreisnar í hafnarstjórn Jón Ingi Hákonarson óskar eftir að eftirfarandi verði fært til bókar:
      Þann 16. febrúar 2016 var samþykkt í bæjarstjórn skipulagslýsing fyrir Flensborgarhöfn. Lýsingin var afrakstur tveggja ára undirbúnings sem unnin var í opnu samráði við bæjarbúa. Á meðal megin markmiða skv. lýsingunni var að á svæðinu skildu vera lágreistar byggingar sem falli vel að aðliggjandi byggð. Samkeppni var haldin fyrr á þessu ári um hugmyndir að deiliskipulagi og samkvæmt skilmálum keppninnar skyldi farið eftir skipulagslýsingunni frá 2016. Vinningstillögur í keppninni virðast í meginatriðum í samræmi við skipulagslýsinguna, miðað við þau takmörkuðu gögn sem birt hafa verið. Það er því óþarfi að fella úr gildi þá skipulagslýsingu sem lagt var upp með, nema meirihlutinn ætli að ganga enn lengra í byggingarmagni en fram kemur í vinningstillögunum.
      Viðreisn fagnar því að fá Hafrannsóknarstofnun í bæinn en harmar þann viðsnúning frá áður samþykktu og auglýstu ferli sem hingað til hefur leitt okkur á farsæla braut í formi hönnunarsamkeppni um svæðið. Gott skipulag þarf traust, tíma og trúverðugleika.

      Fulltrúi Samfylkingar tekur undir bókun Jóns Inga.

      Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í hafnarstjórn óska bókað:
      Meirihluti hafnarstjórnar vísar í fyrri afgreiðslu og greinargerð. Samkeppnislýsing sem unnin var í upphafi árs nær yfir stærra svæði en fyrri lýsing nær til og því eðlilegt að horft sé til þeirra lýsingar við skipulag svæðisins.

Ábendingagátt