Hafnarstjórn

12. desember 2018 kl. 11:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1540

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1810217 – Klappir Grænar Lausnir hf, umhverfishugbúnaður

      Kynnt samþykkt umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5. desember sl. um að samið verið við Klappir Grænar Lausnir hf. um notkun á hugbúnaði vegna gagnasöfnunar til að mæla umhverfisáhrif. Hafnarstjóri fór yfir frekari útfærslu á verkefninu.

      Hafnarstjórn samþykkir að Hafnarfjarðarhöfn verði þátttakandi í þessu verkefni bæjarfélagsins.

    • 1810241 – Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting

      Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á skipulags- og byggingasviði mætti til fundarins og kynnti tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20 og óskir lóðarhafa um stækkun á byggingarreit og sameiningu lóðanna.

      Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Óseyrarbrautar 16-20.

    Umsóknir

    • 1602249 – Óseyrarbraut 27b, lóðarumsókn -leigusamningar

      Lagt fram erindi frá Sölva Steinarr slf. kt: 610610-1020 dags. 5. desember 2018 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun á lóðinni Óseyrarbraut 27b með vísan til gildandi leigusamnings um lóðina.

      Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Sölva Steinarr slf. kt. 610610-1020 verði úthlutað lóðinni Óseyrarbraut 27b með nánari skilmálum.

    Kynningar

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Farið yfir næstu skref í undirbúningsvinnu fyrir gerð rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði.

Ábendingagátt