Hafnarstjórn

23. janúar 2019 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1542

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Daði Lárusson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Kynningar

    • 1901205 – Skipaumferð og vörumagn 2018

      Lagt fram yfirlit um skipaumferð og vörumagn sem var lestað og losað í Hafnarfjarðarhöfn og Straumsvík á árinu 2018. Jafnframt kynnt yfirlit um þróun í skipaumferð og vöruflutningum á umliðnum árum.

    • 1901258 – Framkvæmdamál 2019

      Farið yfir framkvæmdaáætlun hafnarinnar fyrir árið 2019 og stöðu þeirra verkefna sem nú eru í gangi.

    • 1810217 – Klappir Grænar Lausnir hf, umhverfishugbúnaður

      Hafnarstjóri kynnti stöðuna í uppfærslu á hugbúnaði og gagnasöfnun til að mæla umhverfisáhrif af starfsemi á hafnarsvæðinu.

    • 1811335 – Fjordvik - björgun eftir strand

      Hafnarstjóri kynnti tímasetningar og undirbúning varðandi brottför Fjordvik úr Hafnarfjarðarhöfn uppúr miðjum næsta mánuði.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Farið yfir umræður og niðurstöður vinnufundar sérfræðihóps og arkitekta vegna rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði sem haldinn var í Hafnarborg 21. janúar sl. og jafnframt kynningar- og umræðufund með íbúum sem haldinn var sama dag.

Ábendingagátt