Hafnarstjórn

6. febrúar 2019 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1543

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Daði Lárusson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Lögð fram fundargerð samráðsnefndar frá 28. janúar og farið yfir tillögu arkitektateymis að útfærslu rammaskipulags frá vinnufundi þann 21. janúar sl.

      Hafnarstjórn leggur til við skipulags- og byggingaráð að skipulagsreitur vegna vinnu við rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði verður stækkaður með strandlengju í átt að miðbæ í samræmi við vinnutillögur sem kynntar voru á vinnufundum með hönnunarteymi rammaskipulags þann 21. janúar sl.

    Kynningar

    • 1901425 – Aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum

      Kynntar tillögur stjórnvalda varðandi aðgerðaráætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum með áherslu á raftengingar til skipa í höfn. Farið yfir búnað og tengingar sem eru til staðar hjá Hafnarfjarðarhöfn.

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir

      Farið yfir stöðu framkvæmda við Háabakka og undirbúning vegna lagnamála og yfirborðsfrágangs við hafnarbakkann og aðkomu að Suðurbakka.

    • 1407063 – Norðurgarður, endurbygging

      Hafnarstjóri kynnti stöðu mála varðandi undirbúningsvinnu við frágang við Norðurbakka og endurbætur á Norðurgarði.

Ábendingagátt