Hafnarstjórn

20. mars 2019 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1546

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Guðmundur Fylkisson varamaður
  • Daði Lárusson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir

      Farið yfir stöðu framkvæmda við Háabakka og tillögur að útfærslu á yfirboði og umhverfi hafnarbakkans og næsta nágrennis. Sigurður Guðmundsson frá Strendingi mætti til fundarins og kynnti drög að endurskoðaðri kostnaðaráætlun vegna 2. áfanga við frágang Háabakka.

      Hafnarstjórn samþykkir að unnin verði útboðsgögn vegna framkvæmdarinnar á grunni framlagðra tillagna og stefnt að því að auglýsa eftir tilboðum í 2. áfanga verksins í byrjun apríl n.k.

    • 1902571 – Fornubúðir 5, ósk um eftirgjöf af gatnagerðargjöldum.

      Lagt fram erindi frá Fornubúðum fasteignafélagi hf. dags. 27. febr. 2019 þar sem óskað er eftirgjafar af gatnagerðargjöldum vegna Fornubúða 5. Erindið er stílað á bæjarráð en heyrir undir hafnarstjórn sem innheimtir gatnagerðargjöld af umræddri lóð.

      Hafnarstjóra falið að skoða málið og afla lögfræðiálits.

    Kynningar

    • 1407063 – Norðurgarður, endurbygging

      Þráinn Hauksson landlagsarkitekt mætti til fundarins og kynnti fyrstu hugmyndir að útfærslu á endubótum og uppbyggingu Norðurgarðs í samræmi við samþykkt hafnarstjórnar frá 9. janúar sl.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Formaður hafnarstjórnar og samráðsnefndar um rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði gerði grein fyrir vinnufundum og kynnisferðum með arkitektahóp skipulagsvinnunar um hafnarsvæði í Malmö og Gautaborg í sl. viku. Einnig farið yfir helstu úrlausnarefni og áhersluatriði í skipulagsvinnunni sem er verið að útfæra nánar fyrir næstu almennu kynningu sem er fyrirhuguð í apríl n.k. Jafnframt lögð fram fundargerð samráðsnefndar frá 16. mars sl.

Ábendingagátt