Hafnarstjórn

14. maí 2019 kl. 11:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1551

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    Kynningar

    • 1407063 – Norðurgarður, endurbygging

      Rætt um mögulega efnistöku fyrir grjótfyllingu við Norðurgarð. Hafnarstjóri kynnti stöðu mála varðandi nýtingu á efni úr Hamranesnámu.

      Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og skipulagsþjónustu að tekin verði til skoðunar frekari nýting á stórgrýti úr Hamranesnámu til að trygsgja bæði efni og samræmt útlit sjóvarnargarða við Hafnarfjarðarhöfn.

    • 1706242 – Skemmtiferðaskip 2017-2019

      Hafnarstjóri fór yfir komur skemmtiferðaskipa til Hafnarfjarðar á komandi sumri og skýrði einnig frá viðræðum við ráðamenn Ponant skipafélagsins um afgreiðslu og þjónustu með vistvæna orku fyrir farþegaskip félagsins.

Ábendingagátt