Hafnarstjórn

29. maí 2019 kl. 09:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1552

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
 • Guðmundur Fylkisson varamaður
 • Daði Lárusson varamaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1701604 – Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir

   Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í verkið “Háibakki – þekja og lagnir” frá 23. maí sl. Sigurður Guðmundsson frá Strendingi mætti til fundarins. Eitt tilboð barst í verkið frá Hagtaki að fjárhæð 93.625.000 kr. Kostnaðaráætlun var 78.716.200 kr.

   Hafnarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa um fyrirkomulag og framkvæmd verksins.

  • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

   Lagt frá bréf frá Sigurjóni Ingvarssyni, Suðurgötu 70, Hafnarfirði dags.13. maí sl. þar sem leitað er upplýsinga varðandi stöðu vinnu við gerð rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði.

   Formanni hafnarstjórnar falið að svara erindi bréfritara.

  Kynningar

Ábendingagátt