Hafnarstjórn

26. júní 2019 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1554

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Daði Lárusson varamaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Farið yfir undirbúning kynningarfunda vegna rammaskipulags sem verða haldnir 27. júní n.k. og jafnframt lögð fram fundargerð samráðsnefndar dags. 24. júní sl.

    • 1906133 – Hvassahraun,flugvöllur,uppbygging,efnahagsleg áhrif á Hafnarfjarðabæ

      Lögð fram samþykkt frá bæjarráði dags. 20. júní sl. þar sem vísað er til hafnarstjórnar skoðun á nýrri stórskipahöfn í landi Óttarsstaða í tengslum við framlagða tillögu bæjarfulltrúa Viðreisnar frá fundi bæjarsjtórnar þann 12. júní sl. um úttekt á efnahagslegum áhrif mögulegrar uppbyggingar flugvallar í Hvassahrauni og m.a. tengslum við stórskipahöfn við Óttarsstaði.
      Jafnframt lögð fram samantekt um hafnir og hafnarkosti við sunnanverðan Faxaflóa sem unnin var árið 2013 af hafnarstjórum Hafnarfjarðarhafnar, Faxaflóahafnar og Reykjaneshafnar þar sem m.a. valkostir stórskipahafnar við Óttarstaði eru sérstaklega skoðaðir.

      Hafnarstjóra falið að taka saman þau gögn sem liggja fyrir varðandi uppbyggingu stórskipahafnar við Óttarsstaði.

    Kynningar

    • 1801143 – Þytur og slippsvæði - grjótvörn og göngustígur

      Farið yfir mögulega útfærslu á gönguleið með bundnu slitlagi ofan við slippsvæðið og með tenginu við strandstíginn.

    • 1810217 – Klappir Grænar Lausnir hf, umhverfishugbúnaður

      Kynntar niðurstöður varðandi kolefnisbókhald Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2018, en kolefnisfótspor af rekstri hafnarinnar er samkvæmt kolefnisbókhaldi um 56 tonn af koltvísýringi.

      Hafnarstjórn samþykkir að Hafnarfjarðarhöfn leiti eftir samningi við Kolvið um kolefnisjöfnun á rekstri hafnarinnar frá og með árinu 2018.

Ábendingagátt