Hafnarstjórn

9. október 2019 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1559

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1907305 – Fornubúðir 20 - stofnun lóðar

      Lagt fram lóðarblað fyrir lóðina Fornubúðir 20 við Háabakka fyrir veitu- og tæknirými.

      Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar.

    Kynningar

    • 1407063 – Norðurgarður, endurbygging

      Þráinn Hauksson og Anders Terp frá Landslagi mættu til fundarins og kynnti frekari tillögur og útfærslur að uppbyggingu Norðurgarðs í samræmi við samþykkt hafnarstjórnar frá 9. janúar sl.

      Hafnarstjórn samþykkir að láta vinna kostnaðargreiningu á útfærslu endurbóta á Norðurgarði.

    • 1901032 – Hafnarfjarðarhöfn 110 ára

      Halldór Árni Sveinsson frá netsamfelagi.is mætti til fundarins og kynnti efnisrammafyrir heimildamynd um Hafnarfjarðarhöfn og Sjómannadaginn í Hafnarfirði sbr. samþykkt hafnarstjórnar frá 28. ágúst sl.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Lögð fram fundargerð samráðanefndar frá 30. september sl. Formaður fór yfir vinnu arkitekta og nefndinnar og kynnti tillögu samráðsnefnar um að setja fyrirliggjandi drög að rammaskipulagi fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði í formlega kynningu.

      Hafnarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi drög að rammaskipulagi verði sett í kynningu. Umsagnarfrestur verði til loka október og almennur kynningarfundur fyrir íbúa verði haldinn þann 15. október n.k.

Ábendingagátt